Um Crossfit

CrossFit er skemmtilegt, fjölbreytt og krefjandi æfingakerfi sem skilar einstökum árangri, vellíðan og bættri heilsu
CrossFit er alhliða styrktar- og úthaldsþjálfun.
Æfingakerfið miðar að því að undirbúa iðkendur þess til að takast á við líkamlegar áskoranir í daglegu lífi án þess að sérhæfa sig í neinni grein.
Allar æfingar í CrossFit má skala niður í erfiðleika, sem gerir öllum kleift að stunda slíka hreyfingu óháð reynslu og styrk.
Þyngdir og álag eru skalaðar niður en uppbyggingu æfinga er ekki breytt. CrossFit æfingar eru árangursmiðaðar og því mælanlegar.
Æfingarnar byggjast upp með Fimleikum, lyftingum og þolþjálfun.
Box 7 er staður til þess að kynnast fullt af skemmtilegu fólki sem hefur það sameiginlega markmið að koma sér í betra form og lifa heilbrigðum lífstíl.

Mataræði

Þar sem CrossFit er heilsteypt æfingakerfi spilar mataræði stóran hlut í árangri iðkenda. Í stuttu máli þá byggir mataræðið á grænmeti, kjöti, smá ávöxtum, hnetum og fræjum, lítilli sterkju og engum sykri. Þær vörur sem hafa langan geymslutíma skal reyna að forðast eftir bestu getu.